Nokkur laus pláss á námskeið í Textílþrykki – hentar vel fyrir byrjendur og líka þá sem hafa reynslu af þrykki.
Kennari: Helga Pálína Brynjúlfsdóttir
Námskeiðið er fjögur skipti, frá 25. sept til 30.sept. Kennsludagar eru mán, þrið og fim kl 17:45-20:30 og svo laugardagur kl 10:15-15:00
Á námskeiðinu eru kynnt verkfæri, aðstaða og efni sem notuð eru við textílþrykk.
Nemendur mæta með eigið munstur eða mynd (ekki stærri en A3 stærð) og læra að yfirfæra mynd eða munstur á þrykkramma sem þeir nota til að þrykkja með.
Nemendur læra að þrykkja síþrykk með pigmentlitum á tau og einnig einfaldari þrykkaðferðir.
Nemendur þurfa að útvega tau til að þrykkja á, ljós efni eru æskilegust en einnig hægt að þrykkja á svart efni.
Verð: Kr. 34,200
Hámarksfjöldi nemenda á námsskeiði: 8
Kennslustaður: Myndlistaskólinn í Reykjavík, Hringbraut 121
The post Textílnámskeið hjá myndlistaskólanum appeared first on sím.