Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Sýning vatnslitaverka Dereks Mundell | Gróður elds og ísa

$
0
0

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
9.9. – 19.11 2017

Á sýningu Dereks Mundell í Gerðubergi leika mosaþembur aðalhlutverkið auk vetrarmynda þar sem mosinn bíður komu vorsins og leysinganna. Á sýningunni rannsakar listamaðurinn síbreytileg litbrigði mosans og hvernig hann skiptir litum eftir árstíðum, veðurbrigðum og birtu dagsins.

Í vatnslitamyndum sínum leitast listamaðurinn við að túlka þetta sjónarspil og engin efni henta til þess betur en vatnslitir. Ef vel tekst til ná þeir að fanga þessi fíngerðu en þó dramatísku litbrigði birtu og skugga þegar þeir leika við rakan pappírinn. Sýningin lýsir glímunni við þetta verkefni.

Derek Mundell fæddist í Englandi 1951 en fluttist til Íslands 1976 og hefur búið hér síðan. Fyrir þrjátíu árum vaknaði áhugi hans á að mála með vatnslitum og að því verkefni hefur hann unnið síðan. Frá 2007 hefur Derek kennt vatnslitamálun á námskeiðum fyrir fullorðna í Myndlistarskóla Kópavogs. Vorið 2011 lauk hann B.A. námi í listfræði og listasögu frá Háskóla Íslands.

Derek hefur haldið fimm einkasýningar hérlendis og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Hann á verk í einkasöfnum á Íslandi, í Kanada, Svíþjóð, Noregi, Bandaríkjunum og í Bretlandi.

 

 

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Dís Jónatansdóttir
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is
Sími: 411 4115

 

The post Sýning vatnslitaverka Dereks Mundell | Gróður elds og ísa appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356