Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

MIÐILL – EFNI – MERKING HLYNUR HELGASON — VÉLRÁÐ RAGNARS KJARTANSSONAR

$
0
0

Líkt og undanfarin ár mun Listfræðafélagið standa fyrir almennum fyrirlestrum um myndlist í samvinnu við Safnahúsið. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á straumum og stefnum í íslenskri myndlist.

Yfirskrift fyrirlestraraðarinnar fyrir áramót er Miðill – Efni – Merking. Velt verður upp þverfaglegum spurningum um listhugtakið, miðlun myndlistar, og hvaða merkingu hún hefur á tímum þegar málverk getur verð meira en litur á tvívíðum fleti og hópar sem hafa verið á jöðrum listasögunnar sækja að miðjunni.

Hlynur Helgason, lektor í listrfræði við Háskóla Íslands, flytur fyrsta fyrirlesturinn miðvikudaginn 6. september kl. 12. Fyrirlesturinn ber titilinn „Vélráð Ragnars Kjartanssonar“ og þar verður núverandi sýning Ragnars Kjartanssonar í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur „Guð, hvað mér líður illa“ skoðuð og krufin. Sérstök áhersla verður lögð á að greina samsetningu sýningarinnar þar sem ólíkum þættir, áherslur og miðlar eru nýttir til að skapa hugarfar og ástand. Leiðarspurningarnar sem unnið er með eru: (1) hvernig er »vél« Ragnars Kjartansonar sett saman? (2) hvernig nær samverkan ólíkra þátta vélarinnar að skapa heildarmynd? (3) hvaða vélráð eru eiginlega í gangi? Út frá þessari nálgun verða lykilverk Ragnars á sýningunni skoðuð sérstaklega, „Kona í e-moll“ frá 2016/2017, „Heimsljós — líf og dauði listamanns“ frá 2015, „Sviðsetningar úr vestrænni menningu“ frá 2015 og „Byggingarlist og siðferði“ frá 2016. Verkin verða skoðuð hvert fyrir sig, í samhengi hvert við annað á sýningunni og út frá þeim fjölbreyttu vísunum sem þau bera með sér.

Nánari upplýsingar: Hlynur Helgason, gsm 661-8723, hlynur@fugl.is og Magnús Gestsson, formaður Listfræðafélags Íslands, gsm , magnusgestsson@gmail.com

The post MIÐILL – EFNI – MERKING HLYNUR HELGASON — VÉLRÁÐ RAGNARS KJARTANSSONAR appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356