Æviágrip listamanna
Kati Gausmann býr og starfar í Berlín. Kati er skúlptúristi og verk hennar hverfast um hreyfingu, takt og athöfn sem umbreytast í form. Vinnuferlið byggist á því að sameina efnisrannsóknir og hvernig hægt sé að teikna, búa til innsetningu og gjörninga með efninu. Listrænir leiðangar og fræðileg nálgun er mikilvæg í hennar sköpun. Kati hefur sýnt, m.a. með samstarfshópnum msk7 og sjálfstætt, víðsvegar í Þýskalandi og Kling og Bang í Reykjavík. Á meðan hún tók þátt í Frontiers in Retreat var hún með skissubók á netinu https://katigausmann.wordpress.com
Richard Skelton er frá norður Bretlandi. Verk hans eru undir áhrifum frá landslagi, allt frá djúpskoðun á ákveðnu umhverfi og víðtækum rannsóknum m.a. á örnefnafræði og tungumáli, vistfræði og jarðfræði, þjóð- og goðsögum. Síðasta áratug hefur Richard unnið með texta, bókverk, kvikmyndaformið og tónlist. Nýlega hefur hann fengið mikinn áhuga á að nota aðferðir sýningarstjórnunar til að kanna and-sögulegar frásagnir. Ásamt því að reka Corbel Stone Press með kanadíska ljóðskáldinu Autumn Richardson, er hann stofnandi the Notional Research Group for Cultural Artefacts og the Centre for Alterity Studies.
Ráðhildur Ingadóttir, býr og starfar í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Hún nam myndlist í Bretlandi 1980 til 1986 og hefur verið mjög virk síðan þá. Í listsköpun sinni vinnur Ráðhildur með texta, teikningar, veggverk, skúlptúra og videó og oft koma ólíku miðlarnir saman í stærri innsetningu. Undanfarin ár hefur Ráðhildur sýnt mikið í Evrópu og var stundakennari í Listaháskóla Íslands 1999-2002. Hún var einnig stundarkennari í Konunglega Listaháskólanum, sat í stjórn Nýlistasafnsins um skeið og sýningarstýrði fyrir safnið og annarsstaðar. Á árunum 2012-2014 var hún listrænn heiðursstjórnandi Skaftfells. Ráðhildur hefur þegið bæði viðurkenningar og styrki á Íslandi og í Danmörku. |