Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Article 3

$
0
0
Sýningin Jaðaráhrif opnar laugardaginn 17. júní í sýningarsal Skaftfells og stendur til 24. sept. Til sýnis eru verk eftir Kati Gausmann (DE), Ráðhildi Ingadóttur (IS), Richard Skelton (UK). Jaðaráhrif er hluti af sýningarröðinni Edge Effects og afurð rannsóknarverkefnisins Frontiers in Retreat.
„Þrátt fyrir að landamörk geti valdið óróa eru þau á sama tíma staður umskipta og tenginga.
Fjölbreytileiki er yfirleitt ríkulegastur á svæðum þar sem ólík vistkerfi mætast.
Þetta eru svokölluð jaðaráhrif. Stefnumót sem skilja engan eftir ósnortinn.“
Ljósmyndir í háum gæðum eru aðgengilegar hér:

https://www.dropbox.com/sh/s0n8b0ue815b2hf/AAAU2AlKO-MJX55iybUVWad1a?dl=0

Sýningin í Skaftfelli er önnur af sjö sýningum sem opna á komandi mánuðum undir samheitinu Jaðaráhrif, Edge Effects. Þremur listamönnum, Kati Gausmann, Ráðhildi Ingadóttur og Richard Skelton var boðið gestavinnustofudvöl til að rannsaka sérstaklega snertifleti myndlistar og vistfræðilegra málefna.

Listamennirnir fengu tvisvar tækifæri til að ferðast til Seyðisfjarðar og dvöldu samtals í þrjá mánuði hver. Þegar þeir komu fyrra skiptið, árið 2014, var eldgosið í Holuhrauni að ná hámarki. Það var því mjög viðeigandi að hefja leiðangurinn á jarðfræðimálþingi í Breiðdalsvík og fá innsýn í jarðfræðisögu Austurlands.

 
dansandi deig og kringumstæður
Kati Gausmann
Grjót jarðar er fyrir mér eins og deig sem breytir lögun eftir því sem það bifast, tekur lögun eftir hreyfingu; dansandi deig með sinn eigin jarðneska takt, í mismunandi loftslagi í hvert sinn – dansandi deig og kringumstæður.
Mjög snemma í ferlinu vakti íslensk náttúrufegurð áhuga listamanna en þegar leið á dvölina var hver listamaður farin skoða marga mismunandi þræði fortíðar og framtíðar, hið mannlega og ómannlega, meðvitund og ómeðvitund, náttúru og tækni. Nokkur lykilhugtök voru orðin greinileg í lok ferlisins: samvist ólíkra lífvera, náttúrutengsl, hin ósýnilegi heimur, félagslegur og efnislegur auður og staðbundin þekking.

Árið 2016 komu listamennirnir í seinna skipti og dvöldu þá í tvo mánuði. Á þeim tíma skipulagði Skaftfell málþing og samtalsvettvang þar sem eftirfarandi spurningar voru að leiðarljósi: Hver eru helstu einkenni vistkerfa, umhverfis, samfélags og daglegs lífs á Íslandi? Hvernig geta listamenn tekist á við þessi málefni og hvert er framlag þeirra til umræðunnar? Hvaða tækifæri og áskoranir eru framundan fyrir staðbundin vistkerfi og hvernig getum við aðlagast þeim?

Seinni hluti dvalarinnar fór mjög ákveðið í að samvefja og umbreyta ólíkum þráðum, hugmyndum og tilfinningum í listaverk, sem nú verða til sýnis í sýningarsal Skaftfells.

 
Svandís
Ráðhildur Ingadóttir
Myndrammi, 2013-
Æviágrip listamanna

Kati Gausmann býr og starfar í Berlín. Kati er skúlptúristi og verk hennar hverfast um hreyfingu, takt og athöfn sem umbreytast í form. Vinnuferlið byggist á því að sameina efnisrannsóknir og hvernig hægt sé að teikna, búa til innsetningu og gjörninga með efninu. Listrænir leiðangar og fræðileg nálgun er mikilvæg í hennar sköpun. Kati hefur sýnt, m.a. með samstarfshópnum msk7 og sjálfstætt, víðsvegar í Þýskalandi og Kling og Bang í Reykjavík. Á meðan hún tók þátt í Frontiers in Retreat var hún með skissubók á netinu https://katigausmann.wordpress.com

Richard Skelton er frá norður Bretlandi. Verk hans eru undir áhrifum frá landslagi, allt frá djúpskoðun á ákveðnu umhverfi og víðtækum rannsóknum m.a. á örnefnafræði og tungumáli, vistfræði og jarðfræði, þjóð- og goðsögum. Síðasta áratug hefur Richard unnið með texta, bókverk, kvikmyndaformið og tónlist. Nýlega hefur hann fengið mikinn áhuga á að nota aðferðir sýningarstjórnunar til að kanna and-sögulegar frásagnir. Ásamt því að reka Corbel Stone Press með kanadíska ljóðskáldinu Autumn Richardson, er hann stofnandi the Notional Research Group for Cultural Artefacts og the Centre for Alterity Studies.

Ráðhildur Ingadóttir, býr og starfar í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Hún nam myndlist í Bretlandi 1980 til 1986 og hefur verið mjög virk síðan þá. Í listsköpun sinni vinnur Ráðhildur með texta, teikningar, veggverk, skúlptúra og videó og oft koma ólíku miðlarnir saman í stærri innsetningu. Undanfarin ár hefur Ráðhildur sýnt mikið í Evrópu og var stundakennari í Listaháskóla Íslands 1999-2002. Hún var einnig stundarkennari í Konunglega Listaháskólanum,  sat í stjórn Nýlistasafnsins um skeið og sýningarstýrði fyrir safnið og annarsstaðar. Á árunum 2012-2014 var hún listrænn heiðursstjórnandi Skaftfells. Ráðhildur hefur þegið bæði viðurkenningar og styrki á Íslandi og í Danmörku.

 
Leitin að ellefta tilbrigðinu

Richard Skelton, 2016
Stuttmynd sem dregur hringlaga línur milli skandínavískra þjóðsagna, heiðni og virkjanaiðnaðar á Íslandi. Myndin er tekin upp á Seyðisfirði og í Krýsuvík en hljóðrásin er sett saman úr upptökum frá Fjarðarselsvirkjun á Seyðisfirði.

Sýningarsalurinn er opin daglega frá kl.12:00-18:00, miðvikudaga til 20:00.
Jaðaráhrif stendur til 24. sept, 2017.

The post appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356