Fríar leiðsagnir á alþjóðlega safnadaginn, fimmtudag 18. maí: kl. 12.30, 14.00 og 15.00
Á alþjóðlega safnadaginn býður Listasafn Reykjavíkur upp á ókeypis leiðsagnir á Kjarvalsstöðum um tvær sýningar sem nú standa yfir: Kyrrð, með verkum Louisu Matthíasdóttur og Kjarval – lykilverk.
Kyrrð er viðamikil yfirlitssýning á verkum listakonunnar Louisu Matthíasdóttur (1917-2000) þar sem kærkomið tækifæri gefst til að fá yfirsýn yfir feril listakonu sem á einstakan hátt hefur túlkað íslenskt landslag.
Á sýningu Kjarvals (1885–1972) gefst gott tækifæri til að kynnast mörgum lykilverkum frá ferli listamannsins og fá innsýn í þau meginstef sem voru uppistaðan í lífsverki hans. Annars vegar landið í öllum sínum fjölbreytileika og hins vegar það líf og þær táknmyndir sem Kjarval skynjaði í landinu.
The post Fríar leiðsagnir á Alþjóðlega safnadaginn á Kjarvalsstöðum appeared first on sím.