Hafnarfjarðarbær mun þann 19. apríl, á síðasta vetrardag, útnefna Bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2017. Einungis listamenn með fasta búsetu í Hafnarfirði koma til greina við úthlutun og er miðað við lögheimili síðustu 12 mánuði.
Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum sem menningar- og ferðamálanefnd mun hafa til hliðsjónar við val á bæjarlistamanni. Umsóknum og ábendingum skal skilað á þess til gerðum eyðublöðum sem fást á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar.
Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2017 fær greidda eina milljón króna.
Skilafrestur er til 1. febrúar.
Eyðublað fyrir tilnefningu/ábendingu er að finna hér
Hægt er að senda tilnefningar/ábendingar á netfangið: menning@hafnarfjordur.is á þar til gerðum eyðublöðum. Einnig er hægt að skila tilnefningu/ábendingu í þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar merkt:
Bæjarlistamaður 2017
Þjónustuver Hafnarfjarðar, Strandgötu 6
220 Hafnarfjörður
The post Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilnefningum á bæjarlistamanni 2017 appeared first on sím.