Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Listasafnið á Akureyri, Ketilhús: Leiðsögn um útskriftarsýningu listnáms- og hönnunarbrautar VMA

$
0
0

Fimmtudaginn 1. desember kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um útskriftarsýningu listnáms- og hönnunarbrautar VMA sem var opnuð síðastliðinn laugardag. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir fræðslufulltrúi og útskriftarnemendur taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.

Sýning á lokaverkefnum nemenda hefur lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Nemendur fá eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.

Á útskriftarsýningunni má meðal annars sjá fatahönnun, vöruhönnun, ljósmyndir og búningahönnun. Sýningin gefur góða innsýn í hið víðtæka nám sem fram fer á listnáms- og hönnunarbraut VMA, en þetta er í þriðja sinn sem hún er haldin í samstarfi við Listasafnið á Akureyri.

Nemendurnir eru Alma Hrund Hafrúnardóttir, Árþóra Ingibjörg Álfgeirsdóttir, Björg Ingadóttir, Fjölnir Freyr Sævarsson, Inga Líf Ingimarsdóttir, Júlía Ósk Júlíusdóttir, Regína Jóhannesdóttir, Sunneva Birgisdóttir og Veronika Arnardóttir.

Sýningin stendur til 11. desember og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17.

The post Listasafnið á Akureyri, Ketilhús: Leiðsögn um útskriftarsýningu listnáms- og hönnunarbrautar VMA appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356