Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Anna Rún Tryggvadóttir í Gallerí Gróttu

$
0
0

Anna Rún Tryggvadóttir opnar sýningu sína Sjónarhorn – leit að formi í Gallerí Gróttu 11. nóvember kl. 17.

Anna starfar jafnt á Íslandi, Montreal, Kanada og Berlín Þýskalandi. Hún kláraði BFA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2004, og MFA gráðu frá Concordia háskóla í Montreal 2014.

Innsetningar Önnu Rúnar eru helgaðar ferlum þar sem vélrænir eða handvirkir strúktúrar gangsetja og viðhalda hreyfingu og umbreytingu ólíkra efna. Sífelld efnahvörf verkanna skilja eftir sig ummerki þess sem á sér stað og tíminn og ferlið steypast inn í verkin á misjöfnum hraða, oft hægar en augað nær að greina. Verkin opinbera og skrásetja sjálf sig í rauntíma en á ólíkum hraða og í ólík form og efni. Hvert einstaka verk opinberar abstrakt/óreglulega sögulínu efnafræði. Sviðið er fyrirframgefið en ferlarnir eru ófyrirsjánlegir. Hvert verk leikur hlutverk á sviði eilífrar hringrásar niðurbrots og uppbyggingar í flöktandi ástandi.

Á sýningunni má sjá verk unnin upp úr rannsóknarferli á því hvernig ólík sjónarhorn hafa áhrif á túlkunarmöguleika viðfangsefnis sem í þessu tilfelli eru geometrísk form.
Verkin eru tilraun til að leysa upp eða afbyggja framsetningu geometrískra forma og beina sjónum að því hversu viðkvæmir en órjúfanlegir snertifletir huglægrar og hlutlægrar hugmyndafræði eru. Hvert verk fyrir sig veitir tímabundna niðurstöðu, einskonar heimild um rannsóknarferli. Verkin eru unnin með hnitmiðuðum ljósgjafa sem skilgreinir sjónarhorn og varpar skuggakasti af geometrísku formi á pappír. Geómetrísku formin eru bæði fundin og tilbúin; kassalaga pakkning utanaf ljósaperu, hringlaga nestisbox, Kremtúba, sívalingslaga ilmvatnsprufa, heimagerður píramídi og sv.frv. Með ólíku sjónarhorni ljóssins og aflöguðum fleti pappírs gefast forsendur til að leysa upp hina skýru eftirmynd upprunalega formins. Ferlið er endurtekið eða framkvæmt einu sinni. Eftir stendur teikning af formi sem er óskilgreinanlegt en á þó uppruna sinn í “sönnum” aðstæðum.

Viðburðurinn á Facebook.

The post Anna Rún Tryggvadóttir í Gallerí Gróttu appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356