Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Nýtt Listagallerý og vinnustofur opnar á Akureyri!

$
0
0

Gallerýið opnar á laugardaginn 22. okt kl. 13:00 með sýningunni “KAOS” sem er sölusýning 16 myndlistarmanna á Norðurlandi. Til sýnis og sölu verða u.þ.b 80 verk. Gallerýið verður opið, föstudaga, laugardaga og sunnudaga Frá kl: 13-18. ART AK ehf. er nýstofnað fyrirtæki á Akyreyri, sem er til húsa við Strandgötu 53.b

ART AK er með glæsilegan 140 fermetra sýningarsal og vinnustofurými ætlað fyrir starfandi listamenn á svæðinu. Boðið verður upp á, fjölbreyttar sýningar og viðburði norðlenskra listamanna. Tekið verður á móti, innlendum og erlendum hópum og boðið verður upp á listamannaspjall. Fleira er á döfinni s.s. örnámskeið, árlegt listaverkauppboð, listaverkaleigu og vefverslun.

Stofnandi Art AK er Thora Karlsdottir myndlistarmaður á Akureyri. Hugmyndin að þessu kemur erlendis frá og segist Thora hafa heillast af svona rými í París á námsárunum, þegar hún rambað á hús þar sem 20 listamenn höfðu komið sér fyrir undir sama þaki með vinnustofur og sameignlegt gallerý. Hústökulistamenn höfðu tekið yfirgefna byggingu í París og settu upp vinnustofurnar sínar og höfðu opið fyrir gesti og gangandi. Nú, löngu síðar, ákvað Thora að láta drauminn rætast á Akureyri. Hún leigir að vísu húsnæði og stofnaði fyrirtækið ART AK, en vonast samt til að ná upp sömu stemningu og hún upplifði í París á 59 Rivoli.

ART AK er á Facebook og einnig er ný vefsíða í smíðum artak.is

The post Nýtt Listagallerý og vinnustofur opnar á Akureyri! appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356