Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

LEIÐSÖGN Í LISTASAFNI SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR

$
0
0

Næstkomandi sunnudag klukkan 15 mun Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur leiða gesti um sýningu á verkum Sigurjóns Ólafssonar, sem ber heitið Samskeytingar.

Sigurjón er þekktur sem myndhöggvari af gamla skólanum, sem mótaði í leir og gifs, hjó í stein og tré og sauð saman listaverk úr málmi. En stóran hluta verka hans frá sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar má flokka undir það sem kallað hefur verið samskeytingar„assemblage“. Þá er viðarbútum, tilsniðnum eða eins og þeir koma fyrir, skeytt utan um tiltekinn kjarna svo úr verður heildstætt listaverk. Á sýningunni gefur að líta úrval verka Sigurjóns af þessum toga. Aðalsteinn Ingólfsson, sem ásamt Birgittu Spur valdi verkin á sýninguna, hefur ritað grein í sýningarbækling, þar sem hann setur samskeytt verk Sigurjóns í alþjóðlegt samhengi.
Aðalsteinn Ingólfsson hefur um margra ára skeið rannsakað list Sigurjóns og var meðhöfundur að ritverkinu Sigurjón Ólafsson Ævi og list sem hlaut tilnefningu til Hinna íslensku bókmenntaverðlauna árið 1999.

The post LEIÐSÖGN Í LISTASAFNI SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356