Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

LISTVÍSI AUGLÝSIR EFTIR VERKUM 

$
0
0
Umsóknarfrestur er 15. september 2016
Verk sendist á listvisi@gmail.com

Listvísi – Málgagn um myndlist auglýsir eftir texta- og myndverkum myndlistarmanna fyrir útgáfu á 6. tölublaði af Listvísi sem kemur út á þessu ári.

Með tímaritinu viljum við taka listumfjöllunina í okkar eigin hendur, þó fremur með sjónrænum hætti frekar en rituðu orði. Markmiðið er að skapa listræna umfjöllun um list. Við horfum á tímarítið sem sýningarrými og reynum að miðla og gefa sem flestum miðlum rödd innan þess.

Því hvetjum við listamenn til þess að velta fyrir sér möguleikunum á hvernig hinir margvíslegu miðlar myndlistar gætu notið sín í tímaritaformi. (Textaverk, gjörningar, málverk, myndbandsverk, hljóðverk, skúlptúr, teikning o.s.frv.) Einnig bendum við á að þetta rit er ekki ætlað sem katalógur, heldur sem skapandi vettvangur. Tímaritinu er sýningastýrt í þeim skilningi að unnið er með sjónrænt efni og það valið saman af sambærilegri sýn og maður myndi gera sem sýningarstjóri, þannig reynum við að líta á tímaritið sem sýningarrými fremur en annað.

Efnið á fyrst og fremst að skila sér sem framsetning á þeim tíðaranda sem á sér stað í kringum hverja útgáfu blaðsins og er í senn óumflýjanlega skrásetning og heimild um þroska og þróun myndlistar á Íslandi.

Látið listina flæða inn á listvisi@gmail.com !
Kveðja
~
Ritstjórn 
og aðstandendur

The post LISTVÍSI AUGLÝSIR EFTIR VERKUM  appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356