Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Ummerki vatns – leiðsögn og síðasta sýningarhelgi

$
0
0

Sunnudaginn 21. ágúst klukkan 14 verður boðið uppá leiðsögn um sýninguna Ummerki vatns en sá dagur er jafnframt síðasti sýningardagur sýningarinnar. Þá fá gestir safnsins tækifæri til að ræða hugmyndir að baki sýningarinnar.

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru: Anna Rún Tryggvadóttir, Florence Lam, Harpa Árnadóttir, Hulda Stefánsdóttir, John Zurier og Margrét H. Blöndal einnig verk á sýningunni en þau eiga það öll sameiginlegt að styðjast við ummerki vatns í verkum sínum þar sem litur, vatn og uppgufun þess er meðal annars til umfjöllunar.

Í sýningartextanum segir „Segja má að hópurinn hafi valið sig sjálfur – runnið saman eftir samtal og umhugsun sýningarstjóranna.“ Listamennirnir „eiga það allir sameiginlegt að finna sköpun sinni farveg í einhverskonar flæði og nota til þess ólíka miðla. Sú fegurð og fullkomnun sem raungerist í verkunum byggir á samruna og umbreytingu efnanna þegar þeim er teflt saman. Áreynsluleysi, ákveðin mildi og annar skilningur á tíma verður til, við getum sagt með öðrum orðum að heimurinn hafi breyst. „

Sýningarstjórar eru Ágústa Kristófersdóttir og Birgir Snæbjörn Birgisson.

The post Ummerki vatns – leiðsögn og síðasta sýningarhelgi appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356