(English below)
Harbinger býður ykkur hjartanlega velkomin á opnun Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur á sýningunni 1:1, laugardaginn 13. ágúst á milli kl. 16 og 18. Sýningin stendur til 10. september.
1:1 er innsetning sem samanstendur af skúlptúr, vídeói og ætingum á gifs.
Úr litarefni sæsniglanna Bolinus brandaris, Hexaplex trunculus og Stramonita haemastoma framkallast áfangastaðir í Tyrian Purple.
„BE INFORMED, BE INSPIRED, BE THERE“
Sýning Önnu Júlíu bregður upp brotum sem hvert um sig hefur flóknar tilvísanir er raðast saman eins og kjarnyrt ljóð um firringu nútímans og yfirborðslegt söguleysi. Á veggjum salarins sjáum við forsíður ferðatímarita prentaðar á gipsplötur með purpuralit. Tímaritin auglýsa ferðamannastaði við Miðjarðarhaf en purpuraliturinn hefur líka tilvísun í Miðjarðarhafið því þar var purpuralitur framleiddur til forna úr sæsniglum með aðferð sem týndist þegar Mikligarður féll 1453 og uppgötvaðist ekki aftur fyrr en meira en 200 árum seinna. Í fornöld var þetta eitt dýrasta litarefni sem völ var á enda sniglarnir vandfundnir og vinnsluaðferðin flókin. Nú á dögum veljum við eftir litaspjaldi úr öllu litrófinu og kaupum lit í túpum eða fötum án þess að leiða frekar að því hugann að allir litir eiga sér sögu og stundum ansi flókna. Anna Júlía dregur þetta fram með því að sýna okkur kuðunga purpurasnigilsins og purpuralituð ferðatímaritin fá þá líka dýpri merkingu: Miðjarðarhafið er ekki bara ferðamannaparadís heldur eiga þessir staðir sér langa og oft grimma sögu sem við Vesturlandabúar erum gjarnir á að gleyma og höldum í staðinn að við getum valið úr eins og við veljum lit af spjaldi. En sagan kemur aftan að okkur og síðustu ár hafa sumargestir við Miðjarðarhafið horft á með hryllingi þegar illa förnum flóttamönnum skolar á land á baðströndunum, fórnarlömbum átaka sem eiga sér rætur í sameiginlegri sögu okkar. Titill sýningarinnar, 1:1, vísar í viðbrögð Evrópulandanna sem hafa boðist til að taka við einum flóttamanni af Tyrkjum fyrir hvern sem sendur er til baka.
texti: Jón Proppé
Anna Júlía Friðbjörnsdóttir býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk MA námi við Manchester Metropolitan University árið 2004, og lauk BA námi við London Guildhall University árið 1998.
Árið 2007 stofnaði hún myndlistartímaritið Sjónauka í félagi við Karlottu Blöndal og ritstýrðu þær því til ársins 2009.
Anna Júlía hefur tekið þátt í samsýningum á Íslandi, í Bretlandi og í Skandinavíu. 1:1 er hennar fyrsta einkasýning.Sýning er styrkt af Myndlistarsjóði.
Harbinger welcomes you to the opening of Anna Júlía Friðbjörnsdóttir’s exhibition 1:1, Saturday 13th of August between 4 and 6pm.
The exhibition runs until September 10th.1:1 is an installation combining sculpture, video and etchings on plaster.
Destinations in Tyrian Purple appear in the colour of the sea snails Bolinus brandaris, Hexaplex trunculus and Stramonita haemastoma.
„BE INFORMED, BE INSPIRED, BE THERE“Anna Júlía’s exhibition collects its parts into a whole like a well-crafted haiku and her subject is our alienated present and lack of history. On the walls of the gallery we see the covers of travel magazines, printed in purple on slabs of plaster. They advertise tourist destinations in the Mediterranean but the colour purple also has reference to the Mediterranean as the source of purple dye in the ancient world. It was made from a mollusc harvested from the sea, using a complicated method that was lost after the sacking of Constantinople in 1453 and not rediscovered until more than 200 years later. In the ancient world, this was among the rarest and most expensive dyes on the market and people appreciated the complexities of its production. Nowadays we simply pick our colours from a sampler and buy them in tubes or by the bucketful without considering that every colour has its history. Anna Júlía underlines this by showing us the shells of the mollusc that produces purple and this gives the travel magazine covers, too, a deeper meaning: The Mediterranean is not just a tourist’s paradise and the places featured on the covers have a history that we in the West tend to forget and think we can simply pick our holiday destination as we would pick colours from a sampler. But history always comes back to haunt us and in recent years holidaymakers have watched in horror as refugees wash up on their sunny beaches, victims of ongoing conflicts that have their roots in our shared history. The title of exhibition, 1:1, refers to the response of the Western European countries to the crisis and the deal whereby they will take one refugee from Turkey in exchange for each one they send back.
Anna Júlía Friðbjörnsdóttir lives and works in Reykjavík. She completed her MA studies at Manchester Metropolitan University in 2004, and her BA at London Guildhall University in 1998.
She was the founder and co-editor of the visual arts magazine Sjónauki (2007-2009) together with artist Karlotta Blöndal.
Friðbjörnsdóttir’s works have been exhibited in Iceland, the UK and in Scandinavia. 1:1 is her first solo exhibition.The exhibition is funded by the Icelandic Visual Arts fund.
The post 1:1 – Anna Júlía Friðbjörnsdóttir appeared first on sím.