Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Síðasta sýningarhelgi á Undirsjálfin vilja vel

$
0
0

Síðasta sýningarhelgi á Undirsjálfin vilja vel eftir Arnfinn Amazeen í Hafnarhúsi

Sýningu Arnfinns Amazeen Undirsjálfin vilja vel sem nú stendur yfir í D-sal Hafnarhússins lýkur sunnudaginn 7. ágúst næstkomandi. Á sýningunni hefur Arnfinnur byggt einskonar brynju eða virki úr mjúku og náttúrulegu efni. Í virkinu er hljóðverk sem gestum er boðið að hlusta á. Í kring eru svo textaverk.

Verk Arnfinns á sýningunni fjalla um viðbrögð manneskjunnar við ógnum. Listamaðurinn telur að áherslan sem margir leggja á að rækta sál og líkama sé viðbragð við þeim hættum sem margir telja steðja að. Sannleikurinn er hinsvegar sá að í vestrænu samfélagi eru hætturnar nánast engar, ef miðað er við þá sem til dæmis þurfa að búa við stríðsógn, hungursneyð og faraldra banvænna sjúkdóma.

Í verkum sínum fæst Arnfinnur við hversdagsleikann í samtímanum og mótsagnakennt hlutverk manneskjunnar innan hans.

Þetta er fyrsta einkasýning Arnfinns í opinberu safni. Arnfinnur býr og starfar í Danmörku.

The post Síðasta sýningarhelgi á Undirsjálfin vilja vel appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356