Eilíf endurkoma: Hörður Lárusson kinkar kolli til Kjarvals
Sunnudaginn 19. júní kl. 14 á Kjarvalsstöðum
Listamenn samtímans kinka kolli til Kjarvals í sumar með frásögnum, gjörningum og myndverkum.
Hörður Lárusson, grafískur hönnuður, fjallar um og sýnir fánatillögur Jóhannesar S. Kjarvals fyrir lýðveldið Ísland. Kjarval setti tillögurnar fram veturinn 1913-14 þegar hann var við nám í Kaupmannahöfn. Kjarval hafði mikinn áhuga á þjóðfánanum og skrifaði í grein í Reykjavíkurblaðið Lögréttu þennan vetur að Íslendingar ættu að leita að í eigin þjóðarsál að sínum fána, í stað þess að breyta annarra þjóða fánum og aflaga þá.
Hörður Lárusson er höfundur bókarinnar Fáninn sem Crymogea gaf út árið 2014. Í bókinni er í fyrsta sinn settar fram á myndrænan hátt skriflegar tillögur almennings að nýjum íslenskum þjóðfána sem listaðar voru upp af fánanefnd árið 1913. Tillögur Kjarvals sem og tillögur alls almennings verða til sýnis á Kjarvalsstöðum dagana 16.-30. júní.
The post Hörður Lárusson kinkar kolli til Kjarvals appeared first on sím.