25.-28. maí 2016
RAFLOST er listahátíð fyrir rafræna myndlist, raftónlist, tölvugerða ljóðlist, gjörninga og nýja miðla, raflist í viðasta skilningi orðins.
Á hátíðinni í ár verður í fyrsta sinn sýnd tölvugerð ljóðlist, þeas ljóð sem eru búin til með tölvuforritum, auk rafmagnaðra ljóðagjörninga.
Viðburðirnir innihalda nýja íslenska raftónlist og vídeólist, auk tónlistar með heimagerðum hljóðgervlum og sjónræna hljóðlist.
Einnig verður stórkostleg vélmennakeppni að japanskri fyrirmynd. HEBOCON er keppni þar sem ódýrir róbótar reyna að ýta hver öðrum út úr hringnum, en vélmennin eru smíðuð af fólki sem er að öðru leyti ekki tæknilega þenkjandi. Sérstakur kynnir er Steinunn Eldflaug Harðardóttir.
Hátíðin er skipulögð af Raflistafélagi Íslands, með stuðning frá Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóði og Listaháskóla Íslands.
raflost@raflost.is
===============================================
Dagskrá:
Miðvikudagur 25. maí,
Kl 20:00 Tónleikar með norsku rafspunahljómsveitinni T-EMP. Sölvhólsgötu 13 (Skúlagötumegin). Ókeypis aðgangur.
Fimmtudagur 26. maí
Kl 17:00 Opnun – Rafrænir listamenn sýna og flytja ný verk. Páll Ivan frá Eiðum, Sam Rees, Arnar Ómarsson, Nicolas Kunysz, Dodda Maggý, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Jón Örn Loðmfjörð, Sigrún Jónsdóttir, Erik Parr, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Halldór Úlfarsson og Hlynur Aðils Vilmarsson. Mengi, Óðinsgötu 2. Ókeypis aðgangur.
Kl 21:00 Tónleikar – Jóhannes G. Þorsteinsson, Arnljótur Sigurðsson og Þórður Kári Steinþórsson leika nýja íslenska raftónlist. 2000 krónur (eða hátíðarpassi)
Föstudagur 27. maí
Kl 17:00 Raflosti – Nemendasýning. Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91. Ókeypis aðgangur.
Kl 21:00 Raftónleikar – Hljóðgervlatónlist eftir Jari Suominen og nýtt sjón- og hljóðverk eftir Harald Karlsson og Daniel Schorno. 2000 krónur (eða hátíðarpassi).
Laugardagur, 28. maí
Kl 15:00 Námskeið – Jari Suominen sýnir hvernig hægt er að smíða sinn eigin hljóðgervil. Mengi, Óðinsgötu 2. 30€ efnisgjald.
Kl 21:00 HEBOCON – Steinunn Eldflaug kynnir glímukeppni lágtæknivélmenna. Mengi, Óðinsgötu 2. 2000 krónur (eða hátíðarpassi)
Hátíðarpassi kostar 4000 krónur.
The post Raflistahátíðin RAFLOST appeared first on sím.