Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

ÓLJÓS ÞRÁ

$
0
0

Verið velkomin á opnun sýningarinnar ÓLJÓS ÞRÁ laugardaginn 28. maí klukkan 14.00 í Grafíksalnum að Tryggvagötu 17 (snýr að höfninni). Jóna Hlíf sýnir ný verk unnin á árunum 2015 og 2016. Í forgrunni verða textaverk og skúlptúrar byggð á minnum sem tengjast veðri og tímanum. Verkin á sýningunni byggja á aðferðum og hugmyndum sem eru kunnugleg frá sýningum Jónu Hlífar á undanförnum árum en unnið er með nýja efniviði, áferð og frásögn.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir (1978) útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2005, lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og MA-gráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands 2012. Jóna Hlíf hefur starfað og sýnt verk sín hér heima og erlendis en samhliða listsköpun starfar Jóna Hlíf sem formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og er stundakennari hjá Myndlistarskólanum á Akureyri og Listaháskóla Íslands

Sýningin mun standa til og með 12. júní – opið laugardag og sunnudag frá kl 14:00 til 17:00.

The post ÓLJÓS ÞRÁ appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356