Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Hringborðsumræður og listamannaspjall

$
0
0

Nýlistasafnið býður ykkur velkomin á hringborðsumræður og listamannaspjall í tilefni af sýningunni Infinite Next sem að opnaði sl. laugardag.

Viðburðurinn hefst kl. 20 á fimmtudagskvöldið, 12. maí í Nýlistasafninu, Völvufelli 13-21

Titill sýningarinnar útleggst á íslensku sem hið óendanlega framundan og er samsýning íslenskra og erlendra listamanna, þeirra Önnu Líndal, Amy Howden-Chapman, Bjarka Bragasonar, Bryndísar Snæbjörnsdóttur & Mark Wilson, Hildigunnar Birgisdóttur og Pilvi Takala.

Á fimmtudaginn munu myndlistarmennirnir Amy Howden-Chapman, Anna Líndal, Bjarki Bragason, Bryndís Snæbjörnsdóttir og Hildigunnur Birgisdóttir, ræða um sýninguna Infinite Next. Verkin á sýningunni kljást á ólíka máta við kerfi sem öll samfélög glíma við; hagkerfi síð-kapitalismans, hnignun vistkerfa, tilraunir mannsins til þess að hafa áhrif á virkni þeirra, þekkingarframleiðslu, söfnum upplýsinga og áhrifa mannsins í umhverfinu.

Hver listamaður verður með stutt innlegg og síðan taka við almennar samræður.

Húsið opnar með léttum veitingum kl. 20:00 og samræðan hefst kl. 20:30

Hringborðið er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu.

Opnunartímar

Nýlistasafnið í Völvufelli, Breiðholti

Opið þriðjudaga til föstudaga frá kl. 12 – 17

laugardaga – sunnudaga frá kl. 13 – 17

Núllið, Bankastræti 0, 101 Reykjavík

fimmtudaga – sunnudaga frá kl. 14 – 18 (lokað milli sýninga)

Aðgangur er ókeypis.

www.nylo.is

The post Hringborðsumræður og listamannaspjall appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356