Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Myndlistarsýningin „Vorið hlær“

$
0
0
Verið innilega velkomin á sýninguna „Vorið hlær“ í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg. Hulda Vilhjálmsdóttir sýnir olíumálverk og Áslaug Lilla Leifsdóttir sýnir útsaumuð myndlistarverk. Sýningin stendur til 2. júní.

HULDA VILHJÁLMSDÓTTIR hefur komið víða við á myndlistarferlinum. Árið 2007 voru listaverk Huldu í forvali vegna Carnegie Art verðlaunanna. Listasafn Íslands, fjölmörg fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar eiga listaverk eftir hana. Vinnustofa Huldu er að Grandagarði 31 og þar hefur hún efnt til sýninga nokkrum sinnum á ári. Hulda er þekktust fyrir málverk sín en viðfangsefni þeirra manneskjan, náttúran og tilfinningar.

ÁSLAUG LILLA LEIFSDÓTTIR er menntaður fatahönnuður en hefur fengist við myndlist og textíllist samhliða starfi sínu. Lilla hefur opnað sýningu á verkum sínum í Safnasafninu á Akureyri og tvívegis á Gallerí Bar 46 ásamt því að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga. Lilla notar fjölbreyttan og endurunninn efnivið í myndlist sinni og umfjöllunarefnið er fólkið og mannlífið í samtíð og fortíð.

The post Myndlistarsýningin „Vorið hlær“ appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356