Recollection – Theresa Himmer
Miðvikudaginn 4. maí var opnuð í Gallerí Gróttu sýning á verkum listamannsins Theresu Himmer. Um er að ræða nýja verkaheild sem samanstendur af ritverki, sem ber sama heiti og sýningin, og tveimur ljósmyndaseríum sem tengjast innbyrðis. Saman mynda þessir þrír hlutar verksins eins konar ritgerð um ferðalag, eða tilraun, til að íhuga rýmisþætti minninga þar sem arkitektónískt rými og myndrými mætast. Í aðferðum tengdum því að mætast, deila, skilja að og gleyma finna verkin jafnvægi á milli tilrauna með strúktúr og ljóðrænnar endurspeglunar.
Verkin byggja á rannsóknarferð listamannsins til Búlgaríu vorið 2015, í boði Ruse Art Gallery.
Ritverkið Recollection er unnið í samvinnu við Arnar Frey Guðmundsson, grafískan hönnuð og með stuðningi frá Statens Kunstfond, Danmörku.
Theresa á að baki myndlistarnám frá Whitney Museum og School of Visual Arts í New York og arkitektanám frá arkitektaskólanum í Árósum. Verk hennar hafa verið sýnd víða á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, m.a. á Listasafni Reykjavíkur, Hafnarborg, Westfälische Kunstverein-Münster-Þýskalandi, Soloway Gallery og Art in General, New York. Hún hefur hlotið verðlaun og styrki frá m.a. Myndlistarsjóði Íslands, Statens Kunstfond (DK) og The American-Scandinavian Foundation.
Sýning stendur frá 4. maí – 27. maí, 2016
The post Recollection – Theresa Himmer appeared first on sím.