Föstudaginn 6. maí, kl: 17-19, opnar MYLTING eftir Ingu Huld Tryggvadóttur.
Inga Huld hefur endurunnið ál í sínum verkum i einhvern tíma og er þetta hennar fyrsta sýning þar sem ál spilar lykilhlutverk.
Inga Huld útskrifaðist með BFA frá San Francisco State University 2005 og með MFA frá Pratt Institute 2007. Þetta er önnur einkasýning Ingu Huldar á Íslandi en auk þess hefur hún haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í þónokkrum samsýningum í Bandaríkjunum.
Sýningin mun standa yfir til 20. maí.