Tilraunastofa: Náttúran í gegnum hönnun og stærðfræði
Á laugardaginn, 30. apríl kl. 13-14, mun Sinéad McCarron, meistaranemi í hönnun, leiða tilraunastofu fyrir alla fjölskylduna þar sem við rannsökum stærðfræði og mynstur í náttúrunni. Sinéad mun sýna okkur nýjar leiðir til að uppgötva samband stærðfræði og náttúrunnar í gegnum geometrísk form. Við munum sjá hvernig ólík fyrirbæri, svo sem tónlist og plöntur, tengjast í gegnum mynstur og getum leikið okkur að formum í sandkassa á sýningunni. Við gerum tilraunir með þrívíð form og uppgötvum nýjar leiðir til að rannsaka umhverfi okkar.
Tilraunastofan er hluti af fjölskyldustundum í menningarhúsunum í Hamraborginni. Alla laugardaga í vor er boðið upp á viðburði fyrir fjölskylduna ýmist í Gerðarsafni, Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs eða í Salnum. Um er að ræða listsmiðjur, upplestur, tónleika og fleira fyrir börn og unglinga og hefjast viðburðirnir alltaf kl. 13.
The post Tilraunastofa: Náttúran í gegnum hönnun og stærðfræði appeared first on sím.