Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

FUNDARBOÐ // AÐALFUNDUR SAMBANDS ÍSLENSKRA  MYNDLISTARMANNA 2016

$
0
0

FUNDARBOÐ

AÐALFUNDUR SAMBANDS ÍSLENSKRA MYNDLISTARMANNA

verður haldinn 14. apríl 2016, í SIM –Húsinu, Hafnarstræti 16, kl. 17:00

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla stjórnar
    2.  Reikningar
    3.  Stjórnarkosning
    4.  Kosning eins fulltrúa í sambandsráð sbr. 9. gr.
    5.  Kosning félagslegs skoðunarmanns og löggilts endurskoðanda til eins árs
    6.  Lagabreytingar
    7.  Ákvörðun félagsgjalda
    8.  Önnur mál
    Kynning á BHM.  Benoný Harðarsson, fulltrúi sjúkrasjóðs og starfsmenntunarsjós BHM kynnir sjóði BHM.

Allar samþykktir á aðalfundi verða að hljóta einfaldan meirihluta greiddra atkvæða.

STARA

Sjötta tölublað STARA kemur út þann 14. apríl kl. 17:00 á aðalfundi SÍM.

Blaðið verður prentað út í 500 eintökum og dreift frítt, en þema blaðsins er listir og menntun. Allir sem mæta á aðalfundinn  fá eintak af ritinu.

Á forsíðu blaðsins er  verk eftir Kristinn Már Pálmason

STARA tók viðtal við Sigrúnu Ingu Hrólfsóttur nýjan forseta myndlistardeildar Listaháskóla Íslands. Hún telur mikilvægt að halda deildinni sterkri og sjálfstæðri samhliða því að nýta kraftinn úr þverfaglegu samstarfi.

Ásthildur B. Jónsdóttir lektor við listkennsludeild LHÍ fjallar um sýninguna Aftur í sandkassann: Upplifum, njótum og sköpum sem stendur yfir í Listasafn Reykjavikur.

Freyja Eilíf segir frá gestavinnudvöl sinni í Berlín en hún fékk mánaðar dvalarstyrk frá SÍM.

Eiríkur Örn Norðdahl skrifar grein um mikilvægi þess að píparar / listamenn fái greitt fyrir vinnu sína.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM, hafði samband við Baldvin Ringsted, Berglindi Jónu Hlynsdóttur, Ragnhildi Jóhanns og Ingvar Högna Ragnarsson sem öll voru með opinberar einkasýningar á árinu 2016 og bað listamennina að svara spurningum sem snúa að samningsgerð og þóknun til listamanna.

 

 

The post FUNDARBOÐ // AÐALFUNDUR SAMBANDS ÍSLENSKRA  MYNDLISTARMANNA 2016 appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356