Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Boðskort ! Að norðan

$
0
0

Boðskort !
Að norðan

Ragnar Hólm sýnir í Listhúsi Ófeigs

Laugardaginn 9. apríl kl. 15 opnar Ragnar Hólm Ragnarsson myndistarsýningu í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5 í Reykjavík. Þetta er ellefta einkasýning hans.

Þetta er í annað sinn sem Ragnar hefur einkasýningu í Reykjavík. Yfirskrift sýningarinnar í Listhúsi Ófeigs er ‘Að norðan’ með tilvísan til viðfangsefnisins og kvæðabókarinnar góðu sem Davíð Stefánsson frá Fagraskógi sendi frá sér árið 1936. Á sýningunni eru 14 vatnslitamyndir, flestar sýna þær landslag og fjöll á Norðurlandi. Við opnunina segir Þorsteinn G Gunnarsson nokkur orð um listamanninn og blúsmaður Íslands, Halldór Bragason, handleikur gítarinn.

Ragnar Hólm er fæddur á Akureyri 1962. Hann hefur málað frá unga aldri og á síðari árum náð umtalsverðri leikni í meðferð vatnslita. Hann hefur notið handleiðslu Guðmundar Ármanns Sigurjónssonar myndlistarmanns í um áratug og sótt námskeið hjá hinum þekkta sænska vatnslitamálara Björn Bernström. Í maí verður Ragnar í Frigiliana á Spáni og nýtur þar tilsagnar þýska vatnslitamálarans Klaus Hinkel. Ragnar er einn af fjórum Íslendingum sem boðið hefur verið að sýna á samsýningu 250 evrópskra vatnslitamálara í Avignon á Suður-Frakklandi í nóvember 2016.

Sýningin stendur til 4. maí. Opið er frá kl. 10-18 mánudaga til föstudaga og 11-16 á laugardögum.

The post Boðskort ! Að norðan appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356