Sjøfn Har: Litir og form í Gallerí Vest. 107 Reykjavík.
Laugardaginn 9.apríl kl.15.00 opnar Sjøfn Har myndlistarmaður sýningu á olíuverkum sem unnin eru á síðustu árum. Sýniningin er í Gallerí Vest, Hagamel 67 (sama hús og Ísbúð Vesturbæjar) .
Litir og form er 17. einkasýning Sjafnar en verk hennar einkennast af sterkum litum og kröftugum formum en á sýningunni má sjá kunnugleg stef í bland við nýjar tilraunir.
Sjøfn er með ellefu ára nám í myndlist að baki bæði hér heima frá MHÍ og í Damnörku en hún lauk prófi sem Cand Phil í myndlist 1984 frá Konunglega Danska listaháskólanum í Kaupmannahöfn.
Hátt í 2000 myndverk eftir Sjöfn eru í einkaeigu hér á landi og í 30 öðrum löndum en hún hefur einnig unnið veggmyndir, skúlptúra , gler og leirverk.
Sýningin verður opin frá 9. apríl- 1. maí .
Opið:
Miðvikud. til föstud. frá kl. 15 – 19 virka daga
en um helgar frá kl. 14 – 18
The post Sjøfn Har: Litir og form í Gallerí Vest appeared first on sím.