Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Opnun myndlistarýningar ÓLafar NORDAL – MUSÉE ISLANDIQUE –í Edinborgarhúsinu 12. júni kl 17

$
0
0
Opnun myndlistarýningar ÓLafar NORDAL – MUSÉE ISLANDIQUE – í Bryggjusal í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 12. júni kl 17:00

 

6e0e0123-572f-4a6f-8d1f-623e07a39214  bd21fe21-8e13-498f-b3a2-3dca89461c1e  f3221209-66b3-4988-9591-a807f94fd4cd

 

 

Opnun myndlistarýningar Ólafar NORDAL – MUSÉE ISLANDIQUE – í Bryggjusal í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 12. júni kl 17:00
Ólöf verður með sýningarleiðsögn á opnuninni, en í MUSÉE ISLANDIQUE er tekist á við tengsl vísinda og lista og snertir Ólöf á málefnum eins og kynþáttahyggju, nýlendustefnu, þekkingarfræði og merkingargildi arkívsins. Sigurður Pétursson sagnfræðingur mun segja frá hugmyndum franskra stjórnvalda frá 1855, um að setja upp miðstöð í Dýrafirði fyrir franskar fiskiskútur og saltfiskverkun. Hver voru viðbrögð alþingismanna og bænda í Dýrafirði? Hvernig liti samfélag á Vestfjörðum út ef franskur kaupstaður hefði risið í Dýrafirði?
Ólöf Nordal er höfundur altaristöflunnar Fuglar himinsins í Ísafjarðarkirkju sem vekur athygli allra sem berja hana augum. Hún er ein af okkar fremstu listamönnum og er þekkt fyrir að vinna með þjóðararfinn á sinn sérstaka og beinskeytta hátt.

Í ljósmyndasýningunni Musée Islandique leitar Ólöf á sömu mið og vísindamaðurinn og fræðimaðurinn, en rannsóknin fer fram með auga og aðferðum myndlistarmannsins.

Á sýningunni í Bryggjusal eru tvær ljósmyndaraðir Musée Islandique og Das Experiment Island og er umfjöllunarefnið mannmælingafræði tveggja tíma.

Í Musée Islandique eru fyrirmyndirnar gifsafsteypur af Íslendingum sem varðveittare eru í Mannfræðisafninu í París. Afsteypurnar voru gerðar í ferð Jerome Napoleons krónprins Frakka til Íslands árið 1856. Markmið ferðarinnar var að skrá og rannsaka líf á norðurslóðum. Hluti af gagnaöfluninni fól í sér kynþáttarannsóknir á innfæddum og voru í ferðinni gerðar gifsafsteypur af völdum Íslendingum í mannfræðilegum tilgangi. En leiðangurinn var einnig hápólitískur því Frakkar vildu koma upp franskri nýlendu á Íslandi til að þjónusta franska sjómenn í landi. Þeir höfðu augastað á Dýrafirði og komu þar við. Af þessu varð mikið mál bæði hérlendis og í Kaupmannahöfn, svokallað Dýrafjarðarmál.

Í Das Experiment Island eru myndir af vísindagögnum Jens Pálssonar mannfræðings safnaði á seinni hluta 20.aldar. Í safninu má finna gögn um líkamsgerð tugþúsunda Íslendinga, ljósmyndir, líkamsmælinga, ættfræði, hár- og blóðsýni.

Í verkunum spyr Ólöf spurninga eins og hver var meiningin með þessum rannsóknunum, til hvers voru gögnin notuð og hver verður merking rannsóknanna á samhengi eftirlendufræða samtímans? Í verkunum er tekist á við tengsl vísinda og lista og snertir Ólöf á málefnum eins og kynþáttahyggju, nýlendustefnu, þekkingarfræði og merkingargildi arkívsins.

 

Ólöf Nordal stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk síðan meistaraprófi frá Cranbrook Academy of Art, Michigan og MFA frá höggmyndadeild Yale Háskólans í New Haven, BNA. Frá námslokum hefur Ólöf verið mjög virk í sinni listsköpun og á að baki fjölda samsýninga og einkasýninga austan hafs og vestan. Af einkasýningum og má nefna sýningarnar Corpus dulcis (1998) og Íslenskt dýrasafn (2005) í Gallerí i8, Ropi (2001) í Nýlista-safninu, Hanaegg (2005) og Fyrirmyndir(2010) í Listasafni ASÍ og Lusus naturae í Hafnarborg 2015.. Verk í almannarými má nefna Geirfugl(1997), sem stendur í Skerjafirðinum, Vituð ér enn – eða hvað?(2002) í Alþingishúsinu og Bollasteinn (2005) á Seltjarnarnesi. Árið 2007 var vígt verkið Fuglar himinsins, altarisverk í Ísafjarðarkirkju og minnisvarði um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur í Þingholtsstræti. Nýverið lauk Ólöf við útilistaverkið Þúfa sem stendur við Norðurgarð í Örfirisey í Reykjavík. Verk Ólafar er m.a. að finna í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og Safni, auk einkasafna í ýmsum löndum. Ólöf hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar fyrir list sína, eins og úthlutun úr Listasjóði Dungal, Erró- styrkinn og viðurkenningu úr höggmynda-sjóði Richard Serra.

Ólöf er stundakennari við Listaháskóla Íslands og Myndlistarskólann í Reykjavík.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356