Una Sigtryggsdóttir opnaði sýninguna MÆLINGAR þann 13. febrúar kl. 15:00 í Anarkíu, Hamraborg 3, Kópavogi. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudags frá 15:00 til 18:00 og lokar 6. mars.
Una sýnir þar ný verk: óróa, teikningar, málverk, vélar og tæki sem fjalla um tíma og tímamælingar
Una Sigtryggsdóttir er fædd árið 1990 í Reykjavík og ólst upp í Bandaríkjunum, Hollandi og Frakklandi. Hún útskrifaðist úr Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2015 og stundar nú nám við Heimspekideild Hákskóla Íslands.
The post Una Sigtryggsdóttir – MÆLINGAR appeared first on sím.