Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Ný sýning í Safni Ásgríms Jónssonar – Undir berum himni – með suðurströndinni

$
0
0

Undir berum himni – með suðurströndinni 5.2 – 16.9 2016
Ný sýning í Safni Ásgríms Jónssonar -opnar á Safnanótt, föstudaginn 5. febrúar kl. 20.

Að loknu námi við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn hraðar Ásgrímur sér heim til Íslands, frelsinu feginn með tilhlökkun í hjarta. Helsti ásetningur hans var að tengjast landinu á nýjan leik og nýta áunna þekkingu til að mála náttúru landsins og tjá þannig ást sína á landi og þjóð. Fanga augnablikið, hina síhvikulu birtu og mála úti við að hætti „plein air“-málaranna frönsku og gullaldarmálaranna dönsku, en flestir kennarar Ásgríms, svo sem Frederik Vermehren, Otto Bache og Holger Grønvold, voru af Eckersberg-skólanum. C.W. Eckersberg (1783–1853) var einn dáðasti listmálari Dana og um tíma prófessor og skólastjóri Konunglega listaháskólans og eru heiðursverðlaun Akademíunnar kennd við hann.

Við heimkomuna árið 1909 sækir Ásgrímur á æskuslóðirnar og síðan áfram austur í Skaftafellssýslur árin 1910, 1911 og 1912. Afrakstur þessara ferðalaga birtist í fjölmörgum olíu- og vatnslitamálverkum þar sem listamaðurinn túlkar hina tæru birtu á meistaralegan hátt. Á sýningunni eru bæði olíu- og vatnslitamyndir frá árunum 1909 til 1928.

The post Ný sýning í Safni Ásgríms Jónssonar – Undir berum himni – með suðurströndinni appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356