Föstudagskvöldið 11. desember næstkomandi verður haldin gjörningaveisla kl. 21:00 – 23:00 í Myndhöggvarafélaginu að Nýlendugötu 15 í Reykjavík.
Á þessu fyrsta gjörningakvöldi munu þau Eva Ísleifsdóttir, Nikulás Stefán Nikulásson, Þóranna Björnsdóttir og Logi Bjarnason fremja gjörninga. Í framhaldi af því verður sviðið opið og fólk hvatt til þess að stíga á stokk.
Hreyfiprentstofan verður einnig með opið í verkefnarými félagsins. Í kjölfarið munu þau vinna bókverk upp úr gjörningum kvöldsins sem sýnt verður á EINNAR NÆTUR GAMAN #2.
Hinn eini sanni leimaði streitbar verður að sjálfsögðu opinn! dj Logi Leó mun síðan trylla lýðinn með ljúfum tónum inn í nóttina.
The post Myndhöggvarafélagið – Gjörningaveisla appeared first on sím.