Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Jólasýning á Skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN

$
0
0

Kertaljós og klæðin rauð…

Jólasýning á Skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN

04.12.15 – 04.01.16

Það er óhætt að segja að það ríki jólaleg stemning í elsta húsi Reykjavíkur, Aðalstræti 10. En þann 4. desember opnaði HANDVERK OG HÖNNUN nýja sýningu á Skörinni.

Sýningin nefnist „Kertaljós og klæðin rauð…“ og eru sýnendur níu. Fimm leirlistamenn eiga kertastjaka á sýningunni, þau Bjarni Viðar Sigurðsson, Guðný M. Magnúsdóttir, Inga Elín, Margrét Jónsdóttir og Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir. Þórdís Jónsdóttir sýnir púða og Philippe Ricart handofið teppi en einnig er á sýningunni Sindrastóllinn í selskinni frá GÁ húsgögnum (hönnun Ásgeirs Einarssonar) og stólinn „Heimalningur“ sem byggir á gamalli íslenskri hönnun og er nú framleiddur af Bólstursmiðjunni.

Sýningin „Kertaljós og klæðin rauð…“ er opin alla daga vikunnar.

The post Jólasýning á Skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356