Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

GALLERÍ GÖNG: sýningar Helga Þorgils Friðjónssonar

$
0
0

Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningar Helga Þorgils Friðjónssonar, laugardaginn 12. desember kl 14-17, Gallerí Göng, Háteigskirkju, gengið inn frá safnaðarheimili. Sýningin ber yfirskriftina 14 STÖÐVAR, SJÁLFSMYND SEM….

Um sýninguna segir Helgi Þorgils:

Þegar kirkjur eru heimsóttar sér maður oft á látlausum hliðarveggjum 14 málverk, eða listaverk hverskonar, sem sýna Krist með krossinn á öxlinni, stíginn til Mount Calvary. Stundum sýna þær hann bera krossinn nokkuð léttilega, en í önnur skipti örmagna og þjáðan. Fyrir mér er þetta einskonar mantra, talnabönd og annað sem bera mann í ástand sem tengir við annað ástand. Við hverja mynd hugleiðir áhorfandinn, eða horfist í augu við sjálfan sig. Leiðin markast af því að Jesú fellur með krossinn, eða Jesú horfir í augu móður sinnar, o s frv. Frægar tilvitnanir í krossburðinn í list nútímans er verk Barnett Newman, The stations of the Cross, og svo kvikmynd Mel Gibson, The passion of the Christ. Ég kópíera 14 myndir úr listasögunni, eftir fræga og minna fræga listamenn, og set sjálfsmynd í kristsmyndina. Allar fjórtan stöðvarnar eru eitt verk. Hver og einn verður að gera það upp við sjálfan sig hvað það þýðir, og hvort það sé trúarlegt verk eða ekki. Það sýnir mannlega breytni, mannleg örlög og hugmyndir. Einnig sýnir það hugmyndir listamannanna og tímann sem frumverkið er gert, og tímann sem mitt verk er gert. Jafnvel tæknilegar vangaveltur eða skóla. Myndirnar eru gerðar eftir litlum prentum, stundum ógreinilegum, svo þær eru jafnvel ekki raunverulegar eftirmyndir. Allar myndirnar eru olíumálverk unnin á striga og unnin frá fyrstu drögum 2014 – 2020.

The post GALLERÍ GÖNG: sýningar Helga Þorgils Friðjónssonar appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356