Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

KAKTUS: Úlfur Karlsson opnar sýninguna NÚNA NÚNA OG NÚNA í Kaktus, Listagilinu á Akureyri laugardaginn 5. desember 2020.

$
0
0

Sýningin verður einungis opin þessa einu helgi og sóttvarnarreglur verða virtar.

Málverkið er alltaf í núinu.
Akkúrat og bara á meðan einhver horfir á það.
Þegar ljósin eru slökkt hverfur það
verður minning um málverk.

Þetta á líka við um þessi gömlu.

Úlfur Karlsson er menntaður við Myndlistarskóla Akureyrar, Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist vorið 2012 frá Listaháskólanum í Gautaborg, Valand.
Úlfur hefur sýnt víða á viðburðaríkum ferli, í Galerie Ernst Hilger í Vín, D-Salnum í Hafnarhúsinu, Listasafni ASÍ og Listasafni Reykjanesbæjar, svo fátt eitt sé nefnt.
Verk Úlfs hafa oftar enn ekki beitta ádeilu á málefni  líðandi stundar og lýsa oft sýn listamannsins á veröldina.
Áhrif frá kvikmyndagerð eru sterk í verkum Úlfs, þar sem karakterar í verkunum lifna í óreiðunni, minna á hreyfimyndir, stundum nánast martaðarkenndar í bland við draumkenndar verur úr gömlum ævintýrum.
Á tímalínunni eru mismunandi rammar, allt eftir því eftir því sem er að gerast í heiminum í og hvar listamaðurinn er staddur þá stundina.
“Mörkin milli veruleika og óraunveruleika eru yfirleitt óljós. Og á endanum skilur listamaðurinn eftir heilmikið fyrir okkur að ígrunda, löngu eftir að myndir hans eru horfnar okkur sjónum.”  (Úr texta Aðalsteins Ingólfssonar/Við girðinguna)

The post KAKTUS: Úlfur Karlsson opnar sýninguna NÚNA NÚNA OG NÚNA í Kaktus, Listagilinu á Akureyri laugardaginn 5. desember 2020. appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356