Málverka sýning Jóns Magnússonar „Minningar“ opnar formlega mánudaginn 7. des. Hún er er opin á skrifstofutíma SÍM, Hafnarstræti 16 milli 10-16, alla virka daga. Ég verð á staðnum flesta daga milli kl. 14-16 en einnig er hægt að bóka tíma í síma mínum: 8248812
Úrdráttur úr texta Aðalsteins Ingólfssonar:
„Það má alveg halda því fram að öll myndlist sé sjálfsævisöguleg, að ákvarðanir myndlistarmanns, hversu torkennilegar sem þær sýnast öðrum, séu á endanum afleiðing þeirra þátta sem mynda persónuleika einstaklings. Og að einlægni listamanns sé í raun ekkert annað en fyllsti trúnaður við hið persónulega.“
Jón Magnússon fæddist árið 1966 í Reykjavík. Hann stundaði nám við Parsons School of Design í París frá 1988-1992. Þar lauk hann prófi með BA gráðu í myndskreytingu. Í París stundaði hann mikið málverk og teikningu og hefur gert síðan, ásamt grafískri hönnun þangað til 2016.
Fyrir Jón skipti árið 2016 sköpum. Það var þá sem hann ákvað að snúa lífi sínu og starfsferli alfarið að myndlist með því að hefja nám í samtíma málverki við Myndlistarskólann í Reykjavík þar sem hann lauk prófi með Diploma 2018. Verk hans hafa birts á sýningum og eru í einkasöfnum.
The post SÍM Gallery: Málverka sýning Jóns Magnússonar „Minningar“ opnar formlega mánudaginn 7. desember appeared first on sím.