Mánudaginn 23. nóvember n.k. opnar Vatnslitafélag Íslands sýningu í Listasal Mosfellsbæjar.

Sýningin heitir Andstæður og það er jafnframt þema hennar. Vatnslitafélag Íslands er nýstofnað og öflugt félag um 200 vatnslitamálara. Félagsmönnum var boðið að senda inn verk og valdi sjálfstæð dómnefnd erlendra listamanna þau verk sem til sýnis verða á Andstæðum. Sýnd verða 64 verk eftir 47 listamenn.
Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar og er opinn á afgreiðslutíma þess, kl. 12-18 á virkum dögum og kl. 12-16 á laugardögum. Ekki verður haldin hefðbundin opnun og síðasti sýningardagur er 20. desember.
Við minnum á að í Listasal Mosfellsbæjar er grímuskylda og gæta þarf að fjarlægðarmörkum

The post Andstæður í Listasal Mosfellsbæjar appeared first on sím.