Myndlistarmaðurinn Viktor Pétur Hannesson opnar sýninguna Fræ í SÍM salnum Hafnarstræti 16, fimmtudaginn 5. nóvember 2020.
Fræ samanstendur af grasagrafíkverkum sem öll voru gerð á þessu ári. Verkin eru unnin með fræjum, berjum og öðrum plöntuhlutum, sem sóttir voru víða á suðvesturhorni Íslands.
Engin formleg opnun verður á sýningunni vegna aðstæðna í samfélaginu. Þess í stað verður haldið lokahóf að loknum sýningartíma ef aðstæður leyfa þá.
Sýningin verður opin á skrifstofutíma SÍM, alla virka daga frá 10 til 16, dagana 5.-19. nóvember 2020.
Þegar plantan finnur að hún er að dauða komin
safnar hún forða sínum og þjappar í lítið fræ
Sem hún sleppir rétt áður en hún visnar.
Þá er von til þess að hún lifi þótt hún deyi.
– Plöntufræði fyrir Byrjendur – Lovestar, Andri Snær Magnason

The post Fræ í SÍM salnum appeared first on sím.