Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Listasafn Reykjavíkur: Haustfrí grunnskólanna

$
0
0

Leikum að list
Haustfrí grunnskólanna

Listasafn Reykjavíkur býður upp á dagskrá utanhúss þetta haustfrí, þar sem fjölskyldur geta notið listar og leikja saman úti undir beru lofti, á þeim tíma sem hentar hverjum og einum.  

Í smáforritinu Útilistaverk í Reykjavík má finna margt til gamans:

Ævintýri í Ásmundargarði – fjölskylduleiðsögn
Klambratún – hljóðleiðsögn
Hjólatúr um listaverkin í Breiðholti – hljóðleiðsögn
Perlufestin, höggmyndagarður kvenna í Hljómskálagarði – stutt hljóðleiðsögn
Laugardalur – lengri leiðsögn fyrir eldri krakka og fullorðna
Strandlengjan í miðbænum, listaverkin frá Hörpu til Höfða – göngu- eða hjólatúr fyrir eldri krakka og fullorðna

Hér getur þú hlaðið niður Útilistaverk í Reykjavík (Reykjavik Art Walk) smáforritinu úr App Store.

Hér getur þú hlaðið niður Útilistaverk í Reykjavík (Reykjavik Art Walk) smáforritinu úr Goggle Play.

Ratleikur um Breiðholt til útprentunar
Skemmtilegur ratleikur um Breiðholtið sem auðvelt er að hlaða niður í spjaldtölvur eða prenta út og skemmta sér við. Þar eru bæði upplýsingar um listaverkin, áhugaverðar kveikjur að vangaveltum og gott kort. Hér finnur þú pdf-skjal með ratleiknum um Breiðholt.

Safnhús Listasafns Reykjavíkur eru lokuð þessa viku vegna samkomutakmarkana. Næstkomandi mánudag verður staðan endurmetin af almannavarnarráði höfuðborgarsvæðisins. 

The post Listasafn Reykjavíkur: Haustfrí grunnskólanna appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356