Nýlistasafnið, Marshallhúsinu
10.10. – 22.11. 2020
Útskriftarsýning meistaranema í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2020 opnar í Nýlistasafninu laugardaginn 10. október undir yfirskriftinni Forðabúr – Supply. Sýnendur eru Guðrún Sigurðardóttir, Hugo Llanes, Lukas Bury, Mari Bø, María Sjöfn, Nína Óskarsdóttir, Sabine Fischer og Sísí Ingólfsdóttir. Sýningin sem stendur til sunnudagsins 22. nóvember er jafnframt lokaviðburður Útskriftarhátíðar Listaháskóla Íslands 2020 sem teygir sig að þessu sinni yfir sex mánuði.
ATH í ljósi núverandi ástands í samfélaginu mun opnun ekki fara fram með formlegum hætti en sýningin mun standa opin eftir samkomulagi frá og með laugardeginum 10. október með því að hafa samband við nylo@nylo.is. Miðvikudaginn 21. október til og með 22. nóvember mun sýningin aftur standa opin eins og venjulega. Viðburðir á borð við leiðsagnir og listamannaspjall verða auglýstir sérstaklega síðar.
Í Forðabúri er sögð saga sem hægt er að nálgast frá mörgum sjónarhornum. Hún gæti hafist á fögrum sunnudagsmorgni í Varsjá fyrir sjötíu og sjö árum. Hún gæti líka hafist við Gunnuhver á Reykjanesi, í fyrrum Austur-Þýskalandi, á súraldinbúgarði í Mexíkó, IKEA verslun einhvers staðar í heiminum, eða í miðborg Reykjavíkur; fyrir þrjú hundruð árum, fjörtíu árum, eða á þessari stundu. E.t.v. rekjum við okkur í gegnum þráð í hekluðu móti um afsteypur, að síma og gervinöglum; eða við ferðumst frá örhreyfingum líkamans og jarðarinnar að því að snerta og móta, hlut, heimili, sögu, verk.
Í einni sýningu átta listamanna liggja margir þræðir og enn fleiri sögur. Hvernig sem við, sem stöndum að henni, staðsetjum okkur og sjónarhorn okkar, eru það áhorfendur sem að endingu setja hana saman.
Í Forðabúri – Supply er beint sjónum að þeim forða þekkingar, hæfni og aðferða sem byggist upp og endurnýjast í sífellu í rannsókn og nýsköpun listamanna; með æfingu, endurtekningu, ígrundun, mistökum og endurskoðun; samvinnu og samhæfingu við aðra. Forðabúrið er bæði einstaklingsbundið og sameiginlegt, samruni seiglu og sköpunar.
Sýnendur nota í verkum sínum blandaða tækni og miðlun, svo sem málverk, bókverk, þrívíddarprentun, keramík og hljóðmyndir; síma, kaðla og tjöru; ljósritun, kínetík og kóreógrafíu; vídeó, myndvinnslu, hekl, kappmellingu og afsteypugerð; trésmíði, texta, gervineglur, Ikea hillur, trjágreinar og flögg.

ENGLISH:
The IUA’s MA Fine Art graduation exhibition of 2020 opens in the Living Art Museum on Saturday 10 October under the heading Forðabúr / Supply. The exhibition showcases the works of Guðrún Sigurðardóttir, Hugo Llanes, Lukas Bury, Mari Bø, María Sjöfn, Nína Óskarsdóttir, Sabine Fischer, and Sísí Ingólfsdóttir. The exhibition, which will be open until Sunday 22nd of November, is also the final event of the IUA’s 2020 graduation festivities that stretch over a period of sex months this time around.
NB in light of the current situation with regards to Covid-19 there will not be a formal opening, but the exhibition will be open by appointment only from Saturday 10.10.20 at the usual opening hours of the Living Art Museum until 21 October. From that date until 22 November, the exhibition will be open as normally. Events such as guided tours and artists in conversation will be announced at a later date.
There is a narrative in Supply that can be approached from various angles. It might begin on a lovely Sunday morning in Warsaw seventy-seven years ago. Or it might begin at Gunnuhver Geopark in Reykjanes, the DDR in Germany, on a lime farm in Mexico, an IKEA store somewhere in the world, or in downtown Reykjavik; three hundred years ago, forty years ago, or at this very moment in time. Perhaps we’ll trace a thread in a crocheted mould around concrete casts, to a mobile phone and fake nails; or we travel from micromovements of the body and the earth, to touching and forming, an object, a home, a story, a work.
In a single exhibition of eight artists, many threads and even more narratives are to be found. However the artists situate themselves and their works, it is the audience, in the end, who put the pieces together.
In Supply we focus on the repertoire of knowledge production, skill, and methods that are accumulated and constantly replenished through artists’ research and innovation; with practice, repetition, reflection, mistakes, and re-examination; collaboration and coordination with others. The supply is both individual and collective, synonymous with perseverance and innovation.
In their works, the artists use mixed techniques and media, such as painting, book work, 3D printing, ceramics, field recordings, sound, mobile phones, rope and tar, photocopying, kinetics and choreography, IKEA units, tree branches and flags.

The post Forðabúr | Supply: Útskriftarsýning MA í myndlist 2020 appeared first on sím.