Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Sjókonur í buxum – Föstudagsflétta Borgarsögusafns

$
0
0

Af buxum, fjárkúgunum og hinsegin ástum við sjávarsíðuna

Sjókonur í buxum er yfirskrift Föstudagsfléttu Borgarsögusafns fer fram á Sjóminjasafninu í Reykjavík föstudaginn 2. október kl. 12:10-13:00. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur fjallar um buxnanotkun íslenskra kvenna í sögulegu ljósi.

Buxur eru um margt hentugur klæðnaður, sérstaklega þegar kemur að ákveðum störfum eða vinnu. Það er þó ekki allra að klæðast buxum og sérstaklega hefur verið amast við buxnaklæddum konum í gegnum tíðina. Enn þann dag í dag eru fjölmörg ríki sem banna konum að klæðast buxum við hin ýmsu tilefni.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um nokkrar konur sem klæddust buxum til sjós og létu reyna á mörk samfélagsins hvað varðar kvenlega hegðun, klæðaburð og framkomu.

Dagblaðið Vísir, Á sjómannadaginn 3.júní 1973 í Nauthólsvík

The post Sjókonur í buxum – Föstudagsflétta Borgarsögusafns appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356