Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Norræna húsið opnar sýninguna UNDIRNIÐRI laugardaginn 19. september

$
0
0

UNDIRNIÐRI býður gestum inn í órætt völundarhús dulinna kennda og áleitinna spurninga um sjálfið. Aðferðafræði og efnistök þeirra listamanna sem eiga verk á sýningunni eru afar fjölbreytt, m.a. sett fram í formi innsetninga, hreyfimynda og skúlptúra. Sameiginlegur nefnari er gáskafull viðleitni til að hrófla við hefðbundnum birtingarmyndum kyns og kynverundar í samtímanum. Veikleikar staðalímynda eru kannaðir, kafað er í undirmeðvitundina og hið bælda í mannlegu eðli kitlað. Við liggjum á hleri og gægjumst undir slétt og fellt yfirborð norrænnar samfélagsútópíu.

Sýningin endurspeglar að forminu til veröld þar sem allir tengjast í flóknu rótarkerfi, um leið getur einstaklingurinn í auknum mæli einangrað sig bæði líkamlega og hugmyndafræðilega.

Til að kanna frekar hin fjölmörgu lög og þemu sýningarinnar verður boðið upp á ýmsa viðburði, svo sem viðtöl við listamenn, kvikmyndasýningar og gagnrýnar umræður, meðan á sýningunni stendur. Vegna þeirra takmarkana sem eru í gildi í tengslum við Covid-19 verða stafræn form nýtt þegar hinu líkamlega eru settar skorður.

Listamenn:

Nathalie Djurberg & Hans Berg (SE)

Lene Berg (NO) Paarma Brandt (GL)

Adam Christensen (DK)

Gabríela Friðriksdóttir (IS)

Emma Helle & Helena Sinervo (FI)

Maria Pasenau (NO)

Sýningarstjóri er Arnbjörg María Danielsen

Leiðsögn sýningarstjóra verður sunnudaginn 20. september kl. 14. Foropnun verður haldin þann 18. september fyrir boðsgesti.

UNDIRNIRÐRI: https://nordichouse.is/en/event/underneath/

The post Norræna húsið opnar sýninguna UNDIRNIÐRI laugardaginn 19. september appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356