Elín Edda Árnadóttir hefur allt frá barnæsku haft sterk tengls við Þjóðleikhús Íslendinga þar sem amma hennar, Elín Fanný Friðriksdóttir, stýrði búningadeild hússins til margra ára. Elín Edda hefur átt áralangan feril sem leikmynda- og búningahöfundur og starfað við öll helstu leikhús landsins, auk leikhúsverkefna á Norðurlöndunum. Eftir nám í grafíkdeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands lá leiðin til London, þar sem hún lauk þriggja ára námi frá leikhúsdeild Wimbeldon School of Arts í London. Ferillinn spannar yfir allt að 40 uppsetningum frá árinu 1992 – 2020. Ferilsafnið telur mikið magn af teikningum frá mismunandi sýningum sem tengjast fjölbreyttum sviðsverkum, eftir leikritahöfunda sem og samstarf við helstu danshöfunda í Evrópu. Teikningar og höfundarverk slíkrar vinnu hafa verið lítt sýnileg almenningi og sjaldan litið dagsins ljós nema sem endanleg útfærsla á leiksviði.
“CATWALK-Black Box Art” tengist uppfærslu Borgarleikhússins á söngleiknum “Chicago”, sem færði Elínu Eddu Grímuverðlaunin árið 2004 fyrir hönnun búninga, sem gefur að líta í fyrsta sinn á þessari sýningu á Mokka.

Myndlistarsýningar:
“Blóðbrullaup” – Stöðlakot 1996
“Persónur og leikendur” – Árbæjarsafn 2007
“Fossils” – Stúdíó Stafn 2008
“Persónur og leikendur” – Fógetinn/Handverk og hönnun 2009
“Credo” – Listvinafélag Hallgrímskirkju 2012
“IMA 今 NOW” – Listasafn ASÍ/Listahátíð Reykjavíkur 2014
Hönnunarmars (Töskur úr leðri júgra):
“Taktu hár úr hala mínum” – Stúdíó Stafn 2015
“Taktu hár úr hala mínum” – Kraum 2017
“Búkolla” – Art Centrum 2020
Verðlaunaverk:
“Lúna” 2004 Gríman fyrir listdanssýningu ársins. Höfundarverk Láru Stefánsdóttur í flutningi Íslenska dansflokksins hjá Borgarleikhúsinu.
Gríman 2004 Hönnun búninga fyrir Söngleikinn “Chicago” í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur hjá Borgarleikhúsinu .
“Hamlet” 2003 Menningarverðlaun DV í leikstjórn Sveins Einarssonar hjá Leikfélagi Akureyrar.
Myndröð nr. 1-10 “CATWALK – Black Box Art”
Myndirnar eru í einkaeigu, en mögulegt er að eignast verk í takmörkuðu, tölusettu upplagi. Verð 35.000 kr per eintak, eða eftir samkomulagi.
Elín Edda Árnadóttir

The post Mokka Kaffi: Sýning Elínar Eddu Árnadóttur CATWALK Black Box Art appeared first on sím.