09.09.2020 12:15

Rithöfundurinn og myndskreytirinn ástsæli Sigrún Eldjárn fagnar 40 ára höfundarafmæli sínu. Hún mun líta yfir farinn veg í máli og myndum í stuttu erindi í Salnum í Kópavogi. Eftir fyrirlesturinn gefst gestum tækifæri á að skoða sýningu á málverkum og teikningum Sigrúnar úr ýmsum vinsælum barnabókum en sýningin stendur yfir í Bókasafni Kópavogs.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir svo lengi sem húsrúm, fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir leyfa.
Viðburðurinn er liður í dagskránni Menning á miðvikudögum á vegum Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Héraðsskjalasafn og Salurinn.
The post 40 ára höfundarafmæli Sigrúnar Eldjárn | Menning á miðvikudögum – í Salnum í Kópavogi appeared first on sím.