Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Listasafn Reykjavíkur: Listmenn um listamenn, leiðsögn sýningarstjóra

$
0
0

Fimmtudag 3. september kl. 20.00 í Hafnarhúsi

Listamenn um listamenn
Ilmur Stefánsdóttir

Ilmur Stefánsdóttir

Í tilefni af sýningunni Gilbert & George: THE GREAT EXHIBITION hefur Listasafn Reykjavíkur leitað til nokkurra listamanna til að ganga með gestum um sýninguna og segja frá einstaka verkum og sýningunni út frá sínu sjónarhorni.

Athugið að vegna fjöldatakmarkana er skráning nauðsynleg. Skráning HÉR.

Listamaðurinn að þessu sinni er Ilmur Stefánsdóttir (f. 1969) sem býr og starfar í Reykjavík. Ilmur hefur haldið fjölda einka- og samsýninga og lagt stund á gjörningalist hérlendis og erlendis. Ilmur hefur hannað ýmsar leikmyndir og búninga í Þjóðleikhúsi, Borgarleikhúsi og víðar.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Vídeó
Listaverkið og ég: Ilmur Stefánsdóttir segir frá verkinu Cherry Blossom eftir Gilbert & George

Sunnudag 6. september kl. 14.00 á Kjarvalsstöðum

Allt sem sýninst
Leiðsögn sýningarstjóra

Markús Þór Andrésson

Markús Þór Andrésson sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýninguna Allt sem sýnist – raunveruleiki á striga 1970-2020 á Kjarvalsstöðum.

Athugið að vegna fjöldatakmarkana er skráning nauðsynleg. Þið getið gert það HÉR.

Fjölmargir listmálarar sækjast eftir því að ná fram ímynd raunsæis í verkum sínum. Til að ná árangri tileinka þeir sér handbragð sem krefst bæði þjálfunar og tækni auk þess sem þeir gefa ýmsum smáatriðum gaum. Þegar vel tekst til vekja verk þeirra undrun og ánægju áhorfenda sem trúa vart sínum eigin augum. En er allt sem sýnist í málverkum sem unnin eru í raunsæislegum anda?

The post Listasafn Reykjavíkur: Listmenn um listamenn, leiðsögn sýningarstjóra appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356