Ásmundarsalur óskar eftir tillögum að sýningum, viðburðum eða uppákomum sem fanga fjölbreytileika listarinnar. Einnig er óskað eftirumsónum fyrir vinnustofu listamanns í Gunnfríðargryfju í einn til tvo mánuði í senn.
Umsóknir skulu berast á netfangið asmundarsalur@asmundarsalur.is fyrir 10. september næstkomandi. Vinsamlegast skilið inn efni í pdf skjali, hámark 5 síður. Í umsókn skal taka eftirfarandi fram:
• Fullt nafn listamanns
• Lýsing á fyrirhugaðri sýningu / viðburði / verkefni
• Myndir af völdum verkum, textum o.þ.h.
• Vefsíða listamanns ef við á
• Fylgiskjöl: Ferilskrá
Ásmundarsalur er sjálfstætt starfandi sýningarsalur sem leggur til aðstöðu og vinnustofu fyrir listamenn í miðbæ Reykjavíkur




The post Opið fyrir umsóknir um sýningarhald í Ásmundarsal 2021 appeared first on sím.