Verið velkomin á opnunardag einkasýningar Siggu Bjargar, Innvortis útvortis, í Listamenn gallerí á laugardag.
*Vegna samkomutakmarkana verður opnunartími gallerísins lengdur á opnunardag sýningarinnar. Sýningin opnar kl 14 og verður opin til 18 laugardaginn 29.ágúst.
Galleríið er opið frá 9 – 18 á virkum dögum, 12 – 16 á laugardögum og eftir samkomulagi.

Hugurinn hefur hálfa sjón
Vertu viðbúinn, heimurinn er breyttur og við munum aldrei fara til baka. Við lokum ekki augunum heldur beinum við sjónum okkar að því sem innvortis er, ekki bara því líkamlega heldur líka hugarfóstrum – mögulegum ófæddum nýjum „raunveruleika“. Heimurinn er uppfullur af sérkennilegum „raunveruleikamyndum“ sem hafa þrengt að rýminu fyrir
innvortis myndum, sýnum, draumum, órum, hugarburði, ímyndum, hugljómum og þvíumlíkt jafnvel sjúkdómavætt sem ýmsar tegundir geðveiki. Breyttur heimur liggur í loftinu, hann svífur yfir vötnum, hann ber með sér nýjan andblæ, sveipuðum ljóma þeirra híbýla þar sem viskan býr. Þegar upp var staðið er „raunveruleikinn“ bara baksýnisspegill
þess sem á hann horfir – Ef horft er inn í híbýli hins óorðna, ófædda, óséða þarf maður fyrst og fremst að hafa hugrekki til þess að horfa á það sem er núna og það sem hefur breyst. Að horfa svo inn í óséða tilveru þarf hugrekki, það þarf að litast um spyrjandi, vera leitandi og hafa þolinmæði. Ég tek ofan hatt minn fyrir þeim sem hafa dirfsku til taka að sér uppskurð jafnt á hinu andlega sem á hinu líkamlega og snerta á því sem finnst.
Goddur
The post Innvortis útvortis / Internal External – sýningaropnun 29.ágúst appeared first on sím.