Föstudagurinn 28. ágúst er síðasti dagur sýningarinnar og af því tilefni ætla listamennirnir Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir og Soffía Sæmundsdóttir að vera á staðnum og spjalla við gesti. Á sýningunni eru textílverk, málverk og teikningar og er sýningin afrakstur mánaðardvalar listakvennanna á gestavinnustofu í Düsseldorf í Þýskalandi.
Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Föstudaginn 28. ágúst kl. 16-18
Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir er listakona og hönnuður. Verk hennar jafnt í hönnun sem listsköpun eru gjarnan undir áhrifum frá veðráttu og náttúru. Þau eru full af andstæðum líkt og íslensk náttúra, eins og kraftmikill stormur eða draumkennt íslenskt landslag. www.astaclothes.is

Soffía Sæmundsdóttir hefur verið virk á myndlistarvettvangi undanfarinn áratug. Soffía er einkum kunn af málverkum sínum, en vinnur einnig teikningar og grafík og sækir innblástur í náttúru og landslag og veltir fyrir sér sambandi manneskjunnar við það. http://soffia-malarinn.blogspot.com/

Gott rými, spritt og hanskar á staðnum.
The post Listamannaspjall Dreggjar II | Fréttatilkynning frá Borgarbókasafninu Spönginni appeared first on sím.