Síðasti fimmtudagur mánaðarins er fimmtudagurinn langi!
Í sumar býður fjöldi safna og sýningastaða upp á lengdan opnunartíma síðasta fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Þá er tilvalið að bregða sér af bæ og skoða fjölbreyttar listasýningar, kíkja við á vinnustofum listamanna, heimsækja listamannarekin rými, gallerí og söfn – og upplifa líflega myndlist í miðborginni! Listasafn Reykjavíkur tekur þátt að vanda og býður upp á eftirfarandi dagskrá:
Kjarvalsstaðir
Sýningar: Allt sem sýnist – Raunveruleiki á striga 1970-2020 og Jóhannes S. Kjarval: Hér heima
Leiðsögn um Allt sem sýnist kl. 20.00
Athugið að vegna fjöldtakmarkana er skráning nauðsynleg
– kl. 20.00 HÉR
Klambrar Bistro
Súpa og vínsglas kr. 2.500
Happy Hour frá kl. 17-19.00
Hafnarhús
Sýningar: Gilbert & George: The Great Exhibition og Erró: Sæborg.
Tvær leiðsagnir um stórsýningu Gilberts og Georges, kl. 17.00 og kl. 20.00 þar sem sérfræðingar safnsins leiða gesti í allan sannleik um listsköpun tvíeykisins.
Athugið að vegna fjöldtakmarkana er skráning nauðsynleg
– kl. 17.00 HÉR og kl. 20.00 HÉR
Ókeypis aðgangur frá kl. 17-22.00.

The post Listasafn Reykjavíkur: Fimmtudagurinn langi appeared first on sím.