Myndlistarsýningin Tengsl verður opnuð 29. ágúst í Gallerí Göng/um, Háteigsvegi (gengið inn frá Safnaðarheimilinu. Að sýningunni standa þrír einstaklingar sem tengjast fjölskylduböndum vestur á Súgandafjörð. Þau eru, Hafdís og Haukur Harðarbörn og Karla Dögg Karlsdóttir.
Verið hjartanlega velkomin á opnun 29.ágúst kl 14-17.
Karla Dögg Karlsdóttir sækir efnivið sinn m.a. í margyfirkeyrða bílaparta og annað járn, fundið á götum borgarinnar, og saumar út í ryðgað járn og jafa. Karla Dögg veltir fyrir sér mýkt og hörku í mismunandi efni og þögn útsaumsins í höndum kvenna. Náttúran er viðfang hennar í olíumálverkum — bæði hin ytri, sem og náttúran innra með henni sjálfri.
Karla Dögg lauk BA-námi úr skúlptúrdeild LHÍ 1999 og kennsluréttindanámi við LHÍ ’07-08. Karla Dögg hefur haldið fjölda einkasýninga sem og samsýninga
Hafdís Harðardóttir Fjöllin, birtan, blómin – Að reyna að ná fram þeim hughrifum sem maður verður fyrir út í náttúrunni, á pappír, striga, gifs, marmara, með olíu, akryl, bleki, hamar og meitli, er og verður ævilöng áskorun.Hafdís hefur stundað myndlist af ýmsu tagi í mörg ár, og sýnt verk á bæði einkasýningum og samsýningum í gegnum árin.

Haukur sýnir akrílmálverk sem öll hafa náttúru tengingu. Sýningin verður opin virka daga kl 10-16 en einnig næsta sunnudag 30.ágúst kl 14-17.
Allir velkomnir og munum eftir 2ja metra reglunni
The post Sýningin Tengsl Opnar í Gallerí Göng/um appeared first on sím.