Gilfélagið auglýsir eftir umsóknum til dvalar í gestavinnustofu Gilfélagsins í sumar.
Um er að ræða tímabilin 1. – 30. júní og 1. – 31. ágúst 2020.
Gestavinnustofan er fullbúin íbúð með vinnustofu sem hentar einum listamanni eða pari. Innangengt er í viðburðarrýmið okkar Deigluna þar sem er í boði að halda sýningu eða annarskonar viðburð í lok dvalar eða eftir samkomulagi. Íbúðin er staðsett í Kaupvangsstræti, eða Listagilinu í miðbæ Akureyrar þar sem er stutt að sækja alla helstu þjónustu svo ekki sé minnst á fjölbreytt menningarlíf.
Vegna aðstæðna er einungis tekið við umsóknum frá listamönnum sem eru nú þegar staðsett á landinu. Verð fyrir mánuðinn er 80.000 kr.
Umsóknarfresturinn er opinn og umsóknir metnar eins fljótt og hægt er.
Til að sækja um vinsamlegast sendið tölvupóst á studio.akureyri@gmail.com með stuttri lýsingu á því sem listamaður hyggst vinna að auk sýnishorni á fyrri verkum í formi heimasíðu eða .pdf skjali.
Nánari upplýsingar um vinnustofuna má sjá HÉR.

Gil Artist Residency is open for applications for one month stays this summer. Available periods are June 1. – 30. and August 1.- 31.
Gil Artist Residency is an Artist in Residence Program located in Akureyri. We are located in the town center, in the Art Street where the Art Museum and several galleries, artist studios, restaurants and bars are located. At the end of the street is the shore of Eyjafjörður, a beautiful mountain view of the fjord. Akureyri is a small town with an easy access to open nature.
We can accommodate one or two artists, in a private apartment with a studio, fully equipped kitchen & bathroom and a gallery for final events & exhibitions. Our exhibition space Deiglan is next door and has an internal access from the studio.
Due to circumstances we can only accept applications from artists already based in Iceland. Price for a months stay is 80.000 kr.
Application deadline is open and we will review applications as soon as possible.
To apply please e-mail studio.akureyri@gmail.com with a short description of a project proposal as well as a portfolio, either a website or a .pdf file.
More information on the residency is available HERE
The post Gestavinnustofa Gilfélagsins er laus í sumar appeared first on sím.