Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Listaháskóli Íslands leitar eftir öflugum leiðtogum í störf sviðsforseta

$
0
0

Listaháskóli Íslands leitar eftir metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingum með góða leiðtogahæfni í stöður sviðsforseta myndlistar, hönnunar og arkitektúrs annars vegar og sviðsforseta tónlistar og sviðslista hins vegar.

Sviðsforseti vinnur að þverfaglegum markmiðum Listaháskólans í samstarfi við rektor og aðra stjórnendur, ber ábyrgð á akademískri uppbyggingu sviðsins og innleiðingu á stefnu Listaháskólans. Hann stýrir starfsemi sviðs í samstarfi við deildarforseta, annast stjórnun þess og rekstur og sinnir starfsmannahaldi. Starfshlutfall er 100%.

Sviðsforseti skal hafa akademískt hæfi. Við ráðningu í starfið fer fram hæfismat skv. reglum Listaháskólans um veitingu akademískra starfa. Hæfir umsækjendur verða m.a. metnir útfrá neðangreindum kröfum á grundvelli umsóknar auk þess sem að frammistaða umsækjenda í viðtölum mun hafa mikið vægi.

Verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á kennslu og rannsóknum
  • Ábyrgð á innleiðingu stefnu Listaháskólans og árangursmælingum
  • Ábyrgð á gerð rekstrar- og fjárfestingaráætlana og eftirfylgni þeirra
  • Ábyrgð á gæðastarfi
  • Ráðningar og starfsmannahald
  • Þátttaka í samstarfi við opinberar stofnanir, aðra háskóla og fagaðila hérlendis og erlendis.
Menntun, reynsla, hæfni
  • Meistaragráða á fræðasviði lista eða annað meistaranám sem nýtist í starfi
  • Góð þekking og reynsla af starfsemi á háskólastigi þ.m.t. rannsóknum og kennslu
  • Reynsla á sviði stjórnunar og reksturs
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og lausnamiðað hugarfar
  • Mjög góð íslensku og enskukunnátta og hæfni til að miðla efni í töluðu og rituðu máli.
Umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn
  • Greinargóð ferilskrá og kynningarbréf
  • Staðfest afrit af prófskírteinum
  • Greinargerð sem sýnir faglega sýn umsækjenda á starfið
  • Nöfn tveggja meðmælenda.

Ráðið er í starfið frá 4. ágúst 2020.

Umsókn ásamt ferilskrá, kynningarbréfi og staðfestu afriti af prófskírteinum skal skilað eigi síðar en 21. maí 2020 á netfangið starfsumsokn@lhi.is, merkt: Sviðsforseti.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Sóley Björt Guðmundsdóttir, mannauðs- og gæðastjóri, soleybjort@lhi.is
Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Skólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Starfsumhverfi

Listaháskóli Íslands er sjálfseignarstofnun með viðurkenningu á fræðasviðinu listir. Starfsumhverfið er gefandi og kraftmikið samfélag nemenda sem stunda nám undir handleiðslu framúrskarandi listamanna og annarra sérfræðinga. Listaháskóli Íslands er leiðandi í sköpun og miðlun þekkingar í listum, eflir fagmennsku og er í fararbroddi fyrir þróun almennrar menntastefnu í listum. Starfsstöðvar skólans eru við Þverholt, Skipholt, Laugarnesveg og Austurstræti í Reykjavík.

The post Listaháskóli Íslands leitar eftir öflugum leiðtogum í störf sviðsforseta appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356