Verið velkomin á sýninguna Búkar sem opnar í Gallery Port Laugardaginn 16. Maí. Einkasýning Helgu Páleyar.
Opnunin stendur frá 16:00-20:00 og hvetjum við fólk að dreifa heimsóknum svo að við.getum virt tveggja metra regluna. Sýningin stendur frá 16. maí til 4. júní.
Helga um sýninguna segir:
Búkar!
Hugmyndin varð til í mátunarklefa í Smáralind, mig vantaði buxur en ég fann ekki neinar sem pössuðu almennilega. Ég varð mjög pirruð.
Hvernig mátast ? Bara ekkert, ekkert mátast!
Ég var síðar skipuð í sóttkví. Ég og búkurinn. búkurinn aftengist, ég sekk dýpra í minn eigin haus á meðan allt annað visnar og ryðgar. Búkurinn eins og bíll sem er kominn á aldur og þú þarft að passa að starta honum af og til svo gangverkið haldi sér.
Svo fer lífið aftur að stað og þú ferð að koma þínum búk aftur í staðlaðar stærðir og út í mannlífið. Hringur í ferhyrning. Buxurnar þrengja að lærunum svo þær skera. Búkur eins og leir í beinum buxum, klipptum og skornum í bein form.
Það er komið vor og ég mála beint, eitthvað sem passar í ramma.
Held að þessi pirringur hafi verið upphafið að sýningunni.
Ég man enn hvað ég hataði gallabuxur sem barn.
Hlakka til að sjá ykkur og skála fyrir bjartari tímum.

————————————
Um listamannin
Helga Páley vinnur myndir með blandaðri tækni samhliða þrívíðum skúlptúrum í ýmsum stærðum. Skúlptúrarnir tengjast oft á tíðum myndefninu sem teygir sig út fyrir rammann og býður sýningar rýminu sjálfu að vera partur af verkinu og myndheiminum. Teikningin hefur verið henni hugleikin lengi og spilar stórann sess í hennar listsköpun hvort sem það sé upphafspunktur verkanna eða loka útkoman.
———– English
Búkur/Booty a solo exhibition in gallerí Port next saturday May 16th. The opening is from 4 – 8 PM
The post Sýningin “Búkar” opnar í Gallery Port appeared first on sím.